6.4.2007 | 12:22
já hálf stöng í dag!
Þegar maður er í bústaðnum verður maður auðvitað að nota fánastöngina og núna hálf stöng.
Familían hefur haft það fínt, nema rúmmin eru alveg ómöguleg, er alveg öll lurkumlamin.Hefði kannski verið betri ef ég hefði vaknað snemma eins og lillan mín sem vaknaði kl 7 í morgun og fór að horfa á teiknimyndirnar en ég fór aftur inn eftir að gefa henni morgunmat og fór á fætur kl hálf tólf takk fyrir:)
Í gær fórum við í heimsóknir þekkjum alveg slatta af fólki hérna fórum í búðina og upp í kirkjugarð til mömmu með blóm, bæði páskaliljur og rauða rós og fl fallegt.Fórum líka í heitapottinn og fengum okkur bjór með grillinu. JÁ ef maður væri ekki í vinnu þá myndi ég búa hér.
Hvað ætlar fólk annars að gera í dag???
Athugasemdir
Ég er nú bara að hugsa um að fara að safna upp í áttahundruð og fimmtíukallinn sko! Leyta í öllum skúffum og hirslum
Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.